Ég er slanga er eftir Birgi Jóakimsson og myndskreytingar eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur . Bókin er í raun leikfimibók fyrir börn. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Við sjáum hvað nokkur vel valin dýr gera og hermum síðan eftir þeim.
Ég er slanga er eftir Birgi Jóakimsson og myndskreytingar eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur . Bókin er í raun leikfimibók fyrir börn.

Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Við sjáum hvað nokkur vel valin dýr gera og hermum síðan eftir þeim. Það er skemmtilegur leikur en um leið er kroppurinn teygður og styrktur." Birgir er reyndur jógakennari en Halla Sólveig hefur myndskreytt fjölmargar barnabækur.

Útgefandi er Bókaforlagið Bjartur. Bókin er 24 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 1.480 kr.