Næsta sumar verður flogið vikulega milli Vínarborgar og Keflavíkur
Næsta sumar verður flogið vikulega milli Vínarborgar og Keflavíkur
NÆSTA sumar mun þýska flugfélagið Aero Lloyd fljúga tvisvar í viku frá Berlín til Keflavíkur. Einnig verður flogið vikulega til Íslands frá Vínarborg, Frankfurt og München.

NÆSTA sumar mun þýska flugfélagið Aero Lloyd fljúga tvisvar í viku frá Berlín til Keflavíkur. Einnig verður flogið vikulega til Íslands frá Vínarborg, Frankfurt og München.

Katla Travel GmbH er þýskt ferðaheildsölufyrirtæki í eigu Íslendinga, sem sérhæfir sig í sölu Íslandsferða.

Það mun í samvinnu við þýska flugfélagið og þýska ferðaheildsölufyrirtækið Thomas Cook standa fyrir leiguflugi á milli Berlínar og Keflavíkur frá 1. maí og fram til 25. september.

Að sögn Bjarnheiðar Hallsdóttur, verkefnisstjóra Íslandsdeildar Katla Travel, verður flogið á sunnudögum og fimmtudögum frá Berlín til Keflavíkur í júní, júlí og ágúst og einu sinni í viku í maí og september.

Einnig verður vikulegt leiguflug á fimmtudögum frá Frankfurt, München. Þá verður boðið upp á vikulegt flug til Vínarborgar frá 14. júní til 19. ágúst.

Flogið er með þýsku flugfélögunum Aero Lloyd og Condor, en það síðarnefnda er stærsta leiguflugfélag Þýskalands. Condor flýgur nú í fyrsta skipti á milli Þýskalands og Íslands.

* Nánari upplýsingar fást hjá Katla Travel og Terra Nova Sol. Terra Nova Sol sér um sölu farseðla frá Íslandi til Þýskalands og Austurríkis. Sími hjá Terra Nova Sol er 591-9000 . Vefslóð: www.terranova.is Sími hjá Kötlu Travel er 561-7550. Tölvupóstfang: katla-is@katla-travel.is Vefslóð: www.katla-travel.is