8. desember 2002 | Ferðalög | 195 orð | 1 mynd

Flogið tvisvar í viku til Berlínar næsta sumar

Vikulegt flug til Vínarborgar

Næsta sumar verður flogið vikulega milli Vínarborgar og Keflavíkur
Næsta sumar verður flogið vikulega milli Vínarborgar og Keflavíkur
NÆSTA sumar mun þýska flugfélagið Aero Lloyd fljúga tvisvar í viku frá Berlín til Keflavíkur. Einnig verður flogið vikulega til Íslands frá Vínarborg, Frankfurt og München.
NÆSTA sumar mun þýska flugfélagið Aero Lloyd fljúga tvisvar í viku frá Berlín til Keflavíkur. Einnig verður flogið vikulega til Íslands frá Vínarborg, Frankfurt og München.

Katla Travel GmbH er þýskt ferðaheildsölufyrirtæki í eigu Íslendinga, sem sérhæfir sig í sölu Íslandsferða.

Það mun í samvinnu við þýska flugfélagið og þýska ferðaheildsölufyrirtækið Thomas Cook standa fyrir leiguflugi á milli Berlínar og Keflavíkur frá 1. maí og fram til 25. september.

Að sögn Bjarnheiðar Hallsdóttur, verkefnisstjóra Íslandsdeildar Katla Travel, verður flogið á sunnudögum og fimmtudögum frá Berlín til Keflavíkur í júní, júlí og ágúst og einu sinni í viku í maí og september.

Einnig verður vikulegt leiguflug á fimmtudögum frá Frankfurt, München. Þá verður boðið upp á vikulegt flug til Vínarborgar frá 14. júní til 19. ágúst.

Flogið er með þýsku flugfélögunum Aero Lloyd og Condor, en það síðarnefnda er stærsta leiguflugfélag Þýskalands. Condor flýgur nú í fyrsta skipti á milli Þýskalands og Íslands.

* Nánari upplýsingar fást hjá Katla Travel og Terra Nova Sol. Terra Nova Sol sér um sölu farseðla frá Íslandi til Þýskalands og Austurríkis. Sími hjá Terra Nova Sol er 591-9000 . Vefslóð: www.terranova.is Sími hjá Kötlu Travel er 561-7550. Tölvupóstfang: katla-is@katla-travel.is Vefslóð: www.katla-travel.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.