12. desember 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Áttu ekki réttindin sem þeir seldu

Það var í byrjun síðustu aldar sem Gnúpverjahreppur og nágrannahreppar seldu Fossafélaginu Títan, sem Einar Benediktsson stofnaði, ásamt fleirum, vatnsréttindi sín í Þjórsá og Tungnaá.
Það var í byrjun síðustu aldar sem Gnúpverjahreppur og nágrannahreppar seldu Fossafélaginu Títan, sem Einar Benediktsson stofnaði, ásamt fleirum, vatnsréttindi sín í Þjórsá og Tungnaá. Árið 1952 voru þau seld íslenska ríkinu og við stofnun Landsvirkjunar árið 1965 voru þessi lands- og vatnsréttindi ríkisins lögð til af hálfu ríkisins á móti framlagi Reykjavíkurborgar.

Á fyrri hluta þessa árs komst óbyggðanefnd hins vegar að því að réttindin væru í eigu ríkisins en ekki Landsvirkjunar þar sem Gnúpverjahreppur hafi ekki átt réttindin þegar þau voru seld. Búfjáreigendur hafi haft hefðbundinn afnotarétt af svæðunum en ekki getað talist eigendur þeirra.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.