Það var í byrjun síðustu aldar sem Gnúpverjahreppur og nágrannahreppar seldu Fossafélaginu Títan, sem Einar Benediktsson stofnaði, ásamt fleirum, vatnsréttindi sín í Þjórsá og Tungnaá.

Það var í byrjun síðustu aldar sem Gnúpverjahreppur og nágrannahreppar seldu Fossafélaginu Títan, sem Einar Benediktsson stofnaði, ásamt fleirum, vatnsréttindi sín í Þjórsá og Tungnaá. Árið 1952 voru þau seld íslenska ríkinu og við stofnun Landsvirkjunar árið 1965 voru þessi lands- og vatnsréttindi ríkisins lögð til af hálfu ríkisins á móti framlagi Reykjavíkurborgar.

Á fyrri hluta þessa árs komst óbyggðanefnd hins vegar að því að réttindin væru í eigu ríkisins en ekki Landsvirkjunar þar sem Gnúpverjahreppur hafi ekki átt réttindin þegar þau voru seld. Búfjáreigendur hafi haft hefðbundinn afnotarétt af svæðunum en ekki getað talist eigendur þeirra.