Maus kom fólki á óvart þegar Helga Möller steig á svið og tók með þeim lagið "Ég kemst í hátíðarskap" við mikinn fögnuð áhorfenda.
Maus kom fólki á óvart þegar Helga Möller steig á svið og tók með þeim lagið "Ég kemst í hátíðarskap" við mikinn fögnuð áhorfenda.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ALLS söfnuðust um 300.000 krónur á styrktartónleikum Radíó X á þriðjudagskvöld. Þessir árlegu tónleikar útvarpsstöðvarinnar kallast X-mas og komu fram margar helstu rokkhljómsveitir landsins.
ALLS söfnuðust um 300.000 krónur á styrktartónleikum Radíó X á þriðjudagskvöld. Þessir árlegu tónleikar útvarpsstöðvarinnar kallast X-mas og komu fram margar helstu rokkhljómsveitir landsins. Gáfu þær að sjálfsögðu vinnu sína og ennfremur styrkti Mountain Dew tónleikahaldið.

Komust færri að en vildu til að sjá Leaves, Botnleðju, Mínus, Ensími, Maus, Stjörnukisa, Singapore Sling, Brain Police, Sign, Búdrýgindi, Moonstyx og Vínyl á sviði Austurbæjar. Söfnunarféð hefur verið afhent Regnbogabörnum, samtökum er vinna gegn einelti.

Hver hljómsveit tók nokkur frumsamin lög og eitt jólalag í nýjum búningi. Maus kom fólki á óvart þegar Helga Möller steig á svið og tók með þeim lagið "Ég kemst í hátíðarskap" við mikinn fögnuð áhorfenda.

PoppTíví tók tónleikana upp og ætlar að sýna jólalög hljómsveitanna milli jóla og nýárs og tónleikana í heild sinni á Þrettándanum.