* KOBE Bryant , leikmaður NBA-liðsins Los Angeles Lakers , hefur tekið ákvörðun um að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í körfuknattleik sem tekur þátt í undankeppni fyrir ólympíuleikana í Aþenu .

* KOBE Bryant , leikmaður NBA-liðsins Los Angeles Lakers , hefur tekið ákvörðun um að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í körfuknattleik sem tekur þátt í undankeppni fyrir ólympíuleikana í Aþenu . "Ég vil taka þátt í því verkefni að ná gullinu á ný," segir Bryant en undankeppnin fer fram í ágúst á næsta ári í Púertó Ríkó .

* BRYANT hefur nú þegar látið formann landsliðsnefndar Bandaríkjanna, Stu Jackson , vita af ákvörðun sinni sem og þjálfara landsliðsins, Larry Brown , en hann er einnig þjálfari Philadelphiu 76'ers í NBA-deildinni. Talið er að fleiri þekktir leikmenn úr NBA-deildinni muni fylgja fordæmi Bryants en margir þeirra gáfu ekki kost á sér í HM-liðið sem endaði í sjötta sæti á sl. ári.

* FRAMHERJI NBA-liðsins Indiana Pacers , Ron Artest , missti stjórn á skapi sínu eftir að lið hans tapaði, 98:96, gegn New York í Madison Square Garden á laugardag. Artest kastaði sjónvarpsskjá út á keppnisgólfið áður en hann réðst á myndatökumann, tók af honum myndavélina og kastaði henni einnig í gólfið.

* ARTEST hefur nú verið úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna atviksins og var sektaður um 2,8 milljónir ísl. kr. auk þess sem honum er gert að greiða fyrir skemmdirnar á tækjum sjónvarpsstöðvarinnar. Myndatökuvélin er ónýt og er sögð kosta um 8 milljónir ísl. kr.

* KYLFINGURINN Padraig Harrington var á dögunum kjörin sem íþróttamaður Írlands og hafði þar með betur í baráttunni við knattspyrnumennina Robbie Keane (Tottenham) og Damien Duff (Blackburn), frjálsíþróttakonuna Sonia O'Sullivan . Alls voru ellefu íþróttamenn sem komu til greina í valinu.

* PÁLMI Rafn Pálmason , knattspyrnumaðurinn efnilegi frá Húsavík sem er á leið til Groningen í Hollandi , öðru sinni, skoraði þrennu á sunnudaginn þegar Völsungur sigraði Leiftur/Dalvík , 6:2, í æfingaleik í nýju íþróttahöllinni á Akureyri , Boganum .

* LEEDS hefur samþykkt tilboð West Ham í Lee Bowyer og því allar líkur á að kappinn sá skipti um félag. Samningur Bowyers við Leeds rennur út í vor og vildi hann ekki endurnýja samninginn. Trúlegt er talið að West Ham reyni að fá Bowyer leigðan út þetta tímabil og kaupi hann síðan. Bowyer afþakkaði á dögunum að vera lánaður til Birmingham út leiktíðina.

* HAKAN Yakin, leikmaður Basel í Sviss , er undir smásjá skoska meistaraliðsins Celtic um þessar mundir. Talið er að Celtic verði að greiða 3 millj. punda, um 390 millj. króna, fyrir leikmanninn.