Roskinn Kaupmannahafnarbúi öslar um snævi þakta Krónprinsessugötu í gamla miðbænum í gær.
Roskinn Kaupmannahafnarbúi öslar um snævi þakta Krónprinsessugötu í gamla miðbænum í gær.
VETUR konungur ríkir nú með ótvíræðum hætti víða í Evrópu og óveðrið hefur sett ferðaáætlanir þúsunda manna úr skorðum. Óvenjumikil snjókoma í Danmörku í fyrrinótt olli töluverðum töfum á Kastrup-flugvelli, þar á meðal á áætlunarflugi Flugleiða. Um 1.

VETUR konungur ríkir nú með ótvíræðum hætti víða í Evrópu og óveðrið hefur sett ferðaáætlanir þúsunda manna úr skorðum. Óvenjumikil snjókoma í Danmörku í fyrrinótt olli töluverðum töfum á Kastrup-flugvelli, þar á meðal á áætlunarflugi Flugleiða. Um 1.000 strandaglópar neyddust til að eyða aðfaranótt mánudagsins á göngum flugstöðvarinnar. Snjókoma olli einnig tímabundnum lokunum á mörgum flugvöllum, járnbrautartengingum og hraðbrautum þvers og kruss um meginlandið, allt frá Moskvu í austri til Bordeaux í vestri.

Vetrarveðrið olli miklum töfum á lestar- og bílasamgöngum í Svíþjóð og Noregi, og þykkur ís er kominn á Helsingjabotn og Finnska flóa.

Sunnar í álfunni hafa miklar rigningar valdið flóðum.