EIGENDANEFND Landsvirkjunar hefur skilað af sér skýrslu um Kárahnjúkavirkjun og þá arðsemisútreikninga sem fram hafa farið hjá fyrirtækinu vegna verkefnisins. Nefndin sat á fundi í allan gærdag og lauk störfum seint í gærkvöldi.

EIGENDANEFND Landsvirkjunar hefur skilað af sér skýrslu um Kárahnjúkavirkjun og þá arðsemisútreikninga sem fram hafa farið hjá fyrirtækinu vegna verkefnisins. Nefndin sat á fundi í allan gærdag og lauk störfum seint í gærkvöldi. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en að loknum fundum ríkisstjórnarinnar, borgarráðs Reykjavíkur og stjórnar Landsvirkjunar, sem fram fara í dag.

Nefndina skipuðu Friðrik Már Baldursson hagfræðingur, sem er fulltrúi ríkisins, Sigurður Ármann Snævarr borgarhagfræðingur, skipaður af Reykjavíkurborg, og Arnar Árnason endurskoðandi, sem var fulltrúi Akureyrarbæjar. Nefndinni var ekki ætlað að koma með sjálfstæða arðsemisútreikninga á Kárahnjúkavirkjun heldur að fara yfir þá útreikninga sem Landsvirkjun hefur látið gera og kanna forsendur þeirra.

Stjórn Landsvirkjunar kemur aftur saman á föstudag til að fjalla um hvort forstjóra fyrirtækisins verði gefin heimild til að skrifa undir raforkusaminga við Alcoa.