[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ólafur Proppé *"Ekki er ólíklegt að um 14 þúsund einstaklingar stundi nú háskólanám á Íslandi. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu fyrir 2003 er gert ráð fyrir að þessir háskólanemendur samsvari tæplega 9 þúsund "ársnemendum".

Ólafur Proppé

*"Ekki er ólíklegt að um 14 þúsund einstaklingar stundi nú háskólanám á Íslandi. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu fyrir 2003 er gert ráð fyrir að þessir háskólanemendur samsvari tæplega 9 þúsund "ársnemendum". Tæplega 85% "ársnemenda" stunda nám við ríkisháskóla og rúmlega 15% við sjálfseignarháskóla. Ef reiknað er með að skólagjöld við ríkisháskólana yrðu að meðaltali kr. 150.000 á "ársnemanda, sem er að einhverju leyti sambærilegt við skólagjöld við sjálfseignarháskóla, er um að ræða upphæð sem mundi nema um 1,1 milljarði króna".

Tómas

Ingi Olrich

*"Við þurfum að búa yfir mikilli þekkingu almennt til að efla með þjóðinni viðbragðsflýti og aðlögunarhæfni við síbreytilegum aðstæðum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. [...] Við höfum svarað þessum þörfum með því að stórefla menntakerfið hér á landi og sérstaklega háskólastigið hin síðari árin, en jafnframt að halda áfram að sækja til annarra þjóða þekkingu og reynslu. Við höfum gengið lengra en flest önnur Evrópuríki í því verki að byggja framtíð okkar á menntun, vísindum og menningu. Við höfum líka gengið lengra en flest önnur ríki í þeirri viðleitni að bjóða sem flestum, óháð búsetu og aldri, aðgang að námi og sérstaklega að háskólanámi."

Stefán

Arnórsson

*"Í Háskóla Íslands hefur ríkt og ríkir enn sérkennileg staða gagnvart rannsóknum. Annars vegar er vilji fyrir því innan skólans að þar séu stundaðar rannsóknir en hins vegar skortur á skipulagi, í víðustu merkingu þess orðs, til þess að svo geti orðið nema þá fyrir atbeina einstaklinga innan skólans.

Núverandi kerfi er þannig: 1. Starf er auglýst. Valinn er hæfasti einstaklingurinn úr hópi umsækjenda hvað tekur til rannsóknarferils. 2. Háskóli Íslands útvegar hvorki aðstöðu né fé til að hinn nýráðni geti stundað rannsóknir. 3. Afleiðingarnar eru þær að Háskóli Íslands getur ekki gert neinar kröfur á starfsmanninn um árangur í starfi hvað varðar rannsóknir.

Orsök alls þessa er sú að stjórnvöld taka ákvarðanir við lágt þekkingarstig þegar um fjárveitingar til rannsókna er að ræða."

Ari Edwald

*"Skilgreina þarf svigrúm til skólagjalda fyrir aukna þjónustu og leita ber nýrra leiða hvað snertir rekstrarform skóla."

"Kostnaðarþátttaka nemenda vinnur á móti offjárfestingu."

"Rekstrarumgjörð ríkisins getur verið til trafala í samkeppni um mannauð."

"Ekki hægt eða æskilegt að "stýra" námsvali."

"Æskilegt að uppbygging náms mótist á grundvelli framboðs og eftirspurnar og að samkeppni ríki á milli aðila."

""Alvöru" rannsóknir geta farið fram víðar en áður."

"Allur þorri fyrirtækja vill koma að kennslu, rannsóknum eða stjórnun háskóla, og um helmingur þeirra vill auka framlög til rannsókna og menntunar, verði skattafrádráttur aukinn vegna slíkra framlaga." (Setningar af glærum Ara.)