*"Háskóli í hvert kjördæmi - hvert stefnir með uppbyggingu háskóla í landinu?" var yfirskrift rannsóknarstefnu sem ReykjavíkurAkademían hélt föstudaginn 3. janúar. Spurt var um framtíðarstefnu m.a.

*"Háskóli í hvert kjördæmi - hvert stefnir með uppbyggingu háskóla í landinu?" var yfirskrift rannsóknarstefnu sem ReykjavíkurAkademían hélt föstudaginn 3. janúar. Spurt var um framtíðarstefnu m.a. vegna þess að fjöldi nemenda á háskólastigi hér á landi hefur fjórfaldast frá árinu 1977 og frá árinu 1980 hefur fjöldi þeirra sem útskrifast úr háskólum hér á landi tvöfaldast. Ríflega átján hundruð manns útskrifast árlega úr háskólunum sem starfræktir eru í landinu. Fram til 1971 var Háskóli Íslands eini skólinn sem útskrifaði nemendur á háskólastigi. Árið 2000 voru háskólarnir í landinu átta.

Hvert stefnir í málefnum háskóla á Íslandi? Er rétt að fjölga skólunum enn eða eru menn með því að dreifa takmörkuðum fjármunum og kröftum of mikið?

*Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra flutti ávarp. Stefán Arnórsson prófessor í Háskóla Íslands talaði um rannsóknir og háskóla. Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla Íslands fjallaði um rekstrarskilyrði háskóla. Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins velti fyrir sér háskólamenntun og atvinnulífinu.

*Í pallborði sátu Ólafur Örn Haraldsson varaformaður menntamálanefndar Alþingis, Kolbrún Halldórsdóttir fulltrúi vinstri-grænna í menntamálanefnd, Guðfinna Bjarnadóttir rektor Háskólans í Reykjavík, Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands og Stefán Baldursson skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu.

Fundarstjóri var Erna Indriðadóttir.