KONAN sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir 30. desember og hefur verið leitað síðan, fór til Kaupmannahafnar 29. desember. Þær upplýsingar komu ekki fram fyrr en í gær. Að sögn Jónasar Hallssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, var að kvöldi 30.

KONAN sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir 30. desember og hefur verið leitað síðan, fór til Kaupmannahafnar 29. desember. Þær upplýsingar komu ekki fram fyrr en í gær.

Að sögn Jónasar Hallssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, var að kvöldi 30. desember leitað eftir upplýsingum, með aðstoð lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, um það hvort konan hefði farið úr landi og fengust þær upplýsingar að svo hefði ekki verið. Þegar Jónas hafði samband við farskrárdeild Flugleiða í gær kom í ljós að hún hafði farið til Kaupmannahafnar 29. desember. Ekki er ljóst hvers vegna þessar upplýsingar komu ekki fram fyrr en leitað verður skýringa á því.

Mikil leit var gerð að konunni. Jónas segir að sporhundar hafi rakið slóð hennar niður í Nauthólsvík og beindist leitin því að mestu leyti að sjónum og strandlengjunni í kringum Reykjavík. Umfangsmest var leitin á laugardaginn þegar um 50-100 lögreglu- og björgunarsveitarmenn tóku þátt í henni. Meðal annar voru fjörur gengnar frá Álftanesi að Sörlaskjóli í vesturbæ Reykjavíkur og kafarar leituðu í höfninni.