[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FYRSTA vika nýs myndbandaárs inniheldur m.a. athyglisverða mynd frá Kanada, í leikstjórn hins vestur-íslenska Sturlu Gunnarssonar. Um er að ræða gamanmynd, sem ber heitið Rare Birds , og skartar þeim William Hurt og Molly Parker í aðalhlutverkum.

FYRSTA vika nýs myndbandaárs inniheldur m.a. athyglisverða mynd frá Kanada, í leikstjórn hins vestur-íslenska Sturlu Gunnarssonar.

Um er að ræða gamanmynd, sem ber heitið Rare Birds, og skartar þeim William Hurt og Molly Parker í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um ólánlegan veitingahúsaeiganda á Nýfundnalandi sem bregður á það ráð að ljúga því að sjaldgæfur fugl hafi sést á vappi í kringum veitingastaðinn, til að glæða viðskiptin.

Myndin hefur notið vinsælda í heimalandinu - ekki síst í Nýfundnalandi - og þá jafnt hjá áhorfendum sem gagnrýnendum og var hún tilnefnd til fjölda verðlauna í heimalandinu, m.a. til kanadísku leikstjórnarveðlaunanna, kanadísku gamanleikjaverðlaunanna og kanadísku kvikmyndaverðlaunanna (Genie).

Af öðrum myndum sem út koma á myndbandi í vikunni má nefna athyglisverða Door To Door, mynd með William H. Macy, sem byggð er á sannri sögu hins fatlaða Bills Porters. Hann sætti sig ekki við að fá hvergi vinnu, gerðist sjálfstæður sölumaður og byggði upp sitt eigið sölunet.

Einnig kemur út á fimmtudag The Business of Strangers, spennumynd með Stockard Channing og hinni ungu Juliu Stiles úr Ten Things I Hate About You. Aðrir myndir sem koma út í vikunni er kanadíska grínmyndin Men With Brooms með grínistunum Paul Gross og Leslie gamla Nielsen í aðalhlutverkum. Umrædd Molly Parker kemur einng við sögu í myndinni en hún leikur einmitt í Rare Birds og er tvímælalaust orðin ein fremsta leikkona Kanadamanna. Einnig kemur út spennumyndin Jane Doe með Teri Hatcher og Rob Lowe í aðalhlutverki, Unfaithful með Richard Gere og Diane Lane, Slap Her, She's French! og Ash Wednesday.