KONA á fimmtugsaldri missti hægri höndina í vinnuslysi í Ullarþvottarstöðinni í Hveragerði í gærmorgun.
KONA á fimmtugsaldri missti hægri höndina í vinnuslysi í Ullarþvottarstöðinni í Hveragerði í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi varð slysið með þeim hætti að konan var að losa um stíflu í ullartætara þegar gaddar í honum gripu í hönd hennar með þeim afleiðingum að höndin fór af við úlnlið. Konan var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins kannaði einnig aðstæður á vettvangi.