UMSÓKNARFRESTUR um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rann út sl. föstudag. Menntamálaráðuneytinu bárust sautján umsóknir um starfið. Umsækjendur eru: Anna G.

UMSÓKNARFRESTUR um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rann út sl. föstudag. Menntamálaráðuneytinu bárust sautján umsóknir um starfið.

Umsækjendur eru: Anna G. Magnúsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Árni Thoroddsen, Daði Bragason, Friðbert Pálsson, Gísli Þór Gunnarsson, Inga Björk Sólnes, Laufey Guðjónsdóttir, Óli Örn Andreassen, Páll Baldvin Baldvinsson, Ragnar Halldór Blöndal, Rúnar Gunnarsson, Sigurður G. Valgeirsson, Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, Valgeir Guðjónsson, Þorfinnur Ómarsson og Þór Elís Pálsson.

Í samræmi ákvæði kvikmyndalaga mun menntamálaráðuneytið senda umsóknirnar til umsagnar kvikmyndaráðs. Lokið verður við að skipa í kvikmyndaráð í lok þessarar viku. Að fengnum umsögnum kvikmyndaráðs mun menntamálaráðherra skipa í embættið.

Tólf umsóknir bárust um starf forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands. Þeir sem sóttu um eru eftirtaldir: Árni Thoroddsen, Birna Gunnarsdóttir, Einar S.H. Þorbergsson, Erlendur Sveinsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jón Ólafur Ísberg, Oddný Sen, Ragnar Halldór Blöndal, Rakel Halldórsdóttir, Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, Steinar Almarsson og Þórarinn Guðnason.

Menntamálaráðuneytið mun senda umsóknirnar um starf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar til umsagnar kvikmyndaráðs. Að fengnum umsögnum kvikmyndaráðs mun menntamálaráðherra skipa í embættið. Skipað verður í embætti forstöðumanns Kvikmyndasafns í síðasta lagi 1. mars næstkomandi.