Ýmsar furðuverur, þessa heims og annars, voru við álfabrennuna á Iðavöllum í Keflavík í gærkvöldi.
Ýmsar furðuverur, þessa heims og annars, voru við álfabrennuna á Iðavöllum í Keflavík í gærkvöldi.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
JÓLIN voru kvödd á þrettándagleði í Reykjaneshöll í gærkvöldi og álfabrennu og flugeldasýningu á Iðavöllum. Reykjanesbær stóð fyrir þrettándagleðinni sem var með hefðbundu sniði.

JÓLIN voru kvödd á þrettándagleði í Reykjaneshöll í gærkvöldi og álfabrennu og flugeldasýningu á Iðavöllum. Reykjanesbær stóð fyrir þrettándagleðinni sem var með hefðbundu sniði.

Yngsta kynslóðin fjölmennti í Reykjaneshöllina seinnipart dags til þess að fá andlitsmálun og hoppa í hoppukastölum sem bærinn hafði sett þar upp. Ekki spillti heldur fyrir að fá hressa sveiflutóna frá Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, sem sá um að hita fólk upp fyrir þrettándagleðina, ásamt félögum úr Leikfélagi Keflavíkur sem skemmtu yngstu kynslóðinni.

Rétt áður en kveikt var á álfabrennunni við Iðavelli fóru íbúar Reykjanesbæjar og aðrir gestir í skrúðgöngu ásamt Grýlu, Leppalúða og öðru jólahyski sem vildi kveðja áður en haldið yrði heim á leið. Gönguna leiddi álfakónur og álfadrottning, ásamt fylgdarliði þeirra og þegar komið var að bálkestinum var boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá. Meðal annars voru sungin áramóta- og þrettándalög.

Margir Suðurnesjamenn mættu þrátt fyrir að ekki hafi viðrað til útiskemmtana fram eftir kvöldi. Raunar rættist úr veðrinu áður en kveikt var í brennunni.

Að venju voru jólin í Reykjanesbæ kvödd með veglegri flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes við mikla hrifningu brennugesta.