Tomas Lemarquis fer með hlutverk albínóans Nóa.
Tomas Lemarquis fer með hlutverk albínóans Nóa.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
KVIKMYNDIN Nói albínói , eftir Dag Kára Pétursson, hefur verið valin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Rotterdam, sem hefst 22. þessa mánaðar.

KVIKMYNDIN Nói albínói, eftir Dag Kára Pétursson, hefur verið valin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Rotterdam, sem hefst 22. þessa mánaðar.

Í samtali við Skúla Malmquist, sem starfar hjá Zik Zak kvikmyndum, framleiðendum myndarinnar, er kvikmyndahátíðin í Rotterdam ein áhugaverðasta hátíð Evrópu um þessar mundir. "Hún hefur verið það síðastliðin þrjú ár eða svo. Henni er m.a. þökkuð hin mikla innrás asískra mynda í Vesturlönd undanfarið," segir hann.

Nói albínói tekur þátt í aðalkeppni hátíðarinnar. "Svo eru margar hliðarkeppnir þarna en þetta er þungamiðja hátíðarinnar."

Að sögn Skúla er allt að fara á fullt í kynningarstarfseminni en myndin er fyrsta kvikmynd Dags í fullri lengd. "Þetta hefur verið unnið með erlendum aðilum frá fyrsta degi," segir hann. "Þar á meðal breska fyrirtækinu The Film Council sem framleiddi m.a. Gosford Park, The Full Monty og Bend it like Beckham. Vegna þess verður myndin heimsfrumsýnd í London 13. janúar en íkjölfarið fer hún til Frakklands, því næst á hátíðina í Rotterdam og svo á kvikmyndahátíðina í Gautaborg áður en hún verður frumsýnd hér heima á vordögum. Dagur var auðvitað búinn að vekja nokkra athygli á sér áður en hann hóf vinnu við þessa mynd. Stuttmynd hans Lost Weekend fór t.a.m. á fimmtán kvikmyndahátíðir og vann fjórtán." Nói albínói verður heimsfrumsýnd 13. janúar í London, svo fer hún til Frakklands og loks til Rotterdam. Eftir hátíðina fer hún svo til Gautaborgar.

www.filmfestivalrotterdam.com