LANDSBANKI Íslands hyggst nýta sér sölurétt að nafnverði rúmar 115 milljónir króna í Vátryggingafélagi Íslands. Gengið í viðskiptunum er 26 og markaðsverð viðskiptanna rúmir þrír milljarðar.

LANDSBANKI Íslands hyggst nýta sér sölurétt að nafnverði rúmar 115 milljónir króna í Vátryggingafélagi Íslands. Gengið í viðskiptunum er 26 og markaðsverð viðskiptanna rúmir þrír milljarðar.

Sölurétturinn er hluti kaupsamnings sem LÍ gerði í ágúst síðastliðnum við Ker, Eignahaldsfélagið Andvöku, Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga og Samvinnulífeyrissjóðinn en þá seldi Landsbankinn 27% af 41% hlut sínum í VÍS. Greiðsla fer fram fyrsta næsta mánaðar og þegar söluréttur er frádreginn er eignahlutur bankans í VÍS innan við 2%.