SKOSKI fjárfestirinn Tom Hunter, sem gerði yfirtökutilboð með stuðningi Baugs-ID í verslanakeðjuna House of Fraser (HoF) fyrir áramót, hefur aukið hlut sinn í Allders-keðjunni upp í tæp 5%.

SKOSKI fjárfestirinn Tom Hunter, sem gerði yfirtökutilboð með stuðningi Baugs-ID í verslanakeðjuna House of Fraser (HoF) fyrir áramót, hefur aukið hlut sinn í Allders-keðjunni upp í tæp 5%. Þetta þykir styrkja þá kenningu, að Hunter hyggist ná yfirráðum í báðum félögum og sameina þau. Samanlagt eiga Baugur og fyrirtæki Hunters, TBH, 15% hlutafjár í HoF, Baugur þar af 8% .

Talsmaður Hunters segir hann hafa stöðugt aukið hlut sinn í Allders að undanförnu og vilji "fá sæti við samningsborðið". Stjórn Allders samþykkti nýlega yfirtökutilboð stærsta hluthafans í félaginu, Minerva, upp á 132 milljónir punda, eða rúma 17 milljarða króna.