Húsið er 165,7 ferm. og bílskúrinn er 32 ferm. Ásett verð er 27,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar.
Húsið er 165,7 ferm. og bílskúrinn er 32 ferm. Ásett verð er 27,9 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar.
Seltjarnarnes - Hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er nú til sölu einbýlishús á Vallarbraut 20 á Seltjarnarnesi. Um er að ræða steinhús, byggt árið 1965 og er það 165,7 fermetrar að stærð og bílskúr sem byggður var 1969 og er hann 32 fermetrar.

Seltjarnarnes - Hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er nú til sölu einbýlishús á Vallarbraut 20 á Seltjarnarnesi. Um er að ræða steinhús, byggt árið 1965 og er það 165,7 fermetrar að stærð og bílskúr sem byggður var 1969 og er hann 32 fermetrar.

"Þetta er glæsilegt hús á einni hæð með sólstofu og heitum potti á besta stað á Nesinu," sagði Björgvin Guðjónsson hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar.

"Komið er inn í forstofu með parketi á gólfi og fatahengi. Þá er hol með parketi á gólfi. Stofan er rúmgóð og snúa gluggar hennar til vesturs. Stofan og borðstofan eru báðar parketlagðar en í sólstofunni er steinlagt gólf með hita undir steininum, þar er heitur pottur og dyr út í garð.

Eldhúsið er með handgerðum flísum á gólfi og mjög fallegri innréttingu með eyju. Flísar eru á milli skápa, borðkrókur er í eldhúsi og góðir gluggar. Þvottahús er og með flísum á gólfi, innréttingu og dyrum út á lóðina.

Svefnherbergisgangur er með parketi, sem og fjögur svefnherbergi hússins, skápar eru í öllum herbergjunum. Baðherbergi er með flísum á gólfi, hlöðnum sturtuklefa, glugga og innréttingu. Eigninni fylgir góður bílskúr með rafmagni, hita og sjálfvirkum opnara. Lóðin við húsið er glæsileg. Ásett verð er 27,9 millj. kr."