Mikil uppbygging á sér nú stað í austurhluta Grafarholts. Byggingakranar og nýbyggingar, misjafnlega langt á veg komnar, setja sinn svip á umhverfið, sem breytist að kalla með hverjum mánuðinum sem líður.
Mikil uppbygging á sér nú stað í austurhluta Grafarholts. Byggingakranar og nýbyggingar, misjafnlega langt á veg komnar, setja sinn svip á umhverfið, sem breytist að kalla með hverjum mánuðinum sem líður.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í dag er síðasti dagur til að skila kauptilboðum í byggingarrétt á nýjum lóðum í Grafarholti, sem Reykjavíkurborg auglýsti útboð á í síðustu viku. Um er að ræða byggingarrétt fyrir fjölbýlishús, raðhús og parhús.

Í dag er síðasti dagur til að skila kauptilboðum í byggingarrétt á nýjum lóðum í Grafarholti, sem Reykjavíkurborg auglýsti útboð á í síðustu viku. Um er að ræða byggingarrétt fyrir fjölbýlishús, raðhús og parhús.

Fjölbýlishúsalóðirnar eru fjórar með 12-52 íbúðum á lóð, raðhúsalóðirnar eru níu með 3-5 íbúðum á lóð og parhúsalóðirnar eru fimm fyrir tvær íbúðir á lóð. Lóðirnar eru allar byggingarhæfar nú þegar.

Fjölbýlishúsalóðirnar standa við Kristnibraut, Þórðarsveig og Þorláksgeisla. en parhúsin við Þorláksgeisla og Jónsgeisla og raðhúsin við Þorláksgeisla og Biskupsgötu.

Byggingarrétturinn er boðinn út til einstaklinga og fyrirtækja og þarf hæstbjóðandi að vera reiðubúinn að leggja fram upplýsingar um fjármál sín og áætlun um fjármögnun framkvæmda við viðkomandi húsbyggingu, áður en afstaða er tekin til tilboðs hans.

Sumar af þessum lóðum hafa ekki verið auglýstar áður en sumar hafa gengið til baka eftir fyrri útboð.

Viðbrögð við þessu útboði munu væntanlega varpa ljósi á eftirspurnina eftir nýbyggingalóðum nú, en lóðaútboð í Grafarholti hefur ekki farið fram á vegum borgarinnar síðan sl. vor.

Reiknað er með að fyrir vorið fari fram útboð á þeim lóðum, sem eftir eru í austurhluta Grafarholts, en eftir eru tvær lóðir fyrir fjölbýlishús, fimm lóðir fyrir raðhús og síðan eru lóðir fyrir svokallaða þyrpingu við Grænlandsleið, en það eru fjórar íbúðir í parhúsum og fjögur einbýlishús með aukaíbúð.

Hröð uppbygging

Íbúum í Grafarholti fer nú ört fjölgandi, en um 1.000 manns eru þegar sestir að í hverfinu og uppbyggingin nú er það hröð, að gera má ráð fyrir, að annar eins fjöldi setjist að í hverfinu á þessu ári. Í hverfinu eru bæði grunnskóli og leikskóli.

Samgöngur til og frá hverfinu eru líka allt aðrar og betri en áður eftir að brú var lögð yfir Vesturlandsveg á móts við Víkurveg með mislægum gatnamótum.