Fasteignasalan Ás er með þetta einbýlishús í Hrauntungu 4 í Hafnarfirði í sölu. Þetta er timburhús, byggt 1982, alls 223,4 fermetrar og er ásett verð 22,8 millj. kr.
Fasteignasalan Ás er með þetta einbýlishús í Hrauntungu 4 í Hafnarfirði í sölu. Þetta er timburhús, byggt 1982, alls 223,4 fermetrar og er ásett verð 22,8 millj. kr.
Hafnarfjörður - Fasteignasalan Ás er nú með í sölu einbýlishús að Hrauntungu 4, 220 Hafnarfirði. Þetta er timburhús, byggt árið 1982 og er það 223,4 fermetrar, þar af er bílskúrinn 34 fermetrar.

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Ás er nú með í sölu einbýlishús að Hrauntungu 4, 220 Hafnarfirði.

Þetta er timburhús, byggt árið 1982 og er það 223,4 fermetrar, þar af er bílskúrinn 34 fermetrar.

"Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum með ræktuðum garði og hellulögðu bílastæði með hita," sagði Eiríkur Svanur Sigfússon hjá Ási.

"Komið er inn á neðri hæð, sem er 107,3 fermetrar, forstofan er með flísum á gólfi og gengt er í gestasnyrtingu með glugga og dúk á gólfi, sem og í forstofuherbergi með parketi á gólfi og skápum. Þá er komið í rúmgott hol með vönduððu beykiparketi á gólfi.

Stofa og borðstofa eru einnig með beykiparketi, gengt er út á timburverönd á skjólvegg. Eldhúsið er stórt með fallegri beykiinnréttingu, flísum á milli skápa og góðum borðkrók, helluborð er í eldhúsi, vifta og stæði fyrir uppþvottavél. Þvottahús er inn af eldhúsi, það er með hillum og góðum skápum, flísum á gólfi og glugga - gengt er þaðan út í garð.

Upp á efri hæð er gengið um beykistiga úr holinu. Komið er upp í rúmgott hol með spónaparketi. Möguleiki er á stóru fjölskylduherbergi með útgangi út á suðursvalir. Yfir herberginu er ágætt loft (leikhorn) með litlum glugga og annað rými sem nýtt er sem geymsla. Spónaparket er á gólfi, en búið að gera þar tvö bráðabirgðaherbergi.

Herbergi á efri hæð eru fimm og fataherbergi er inn af hjónaherbergi, en gengt er út á suðursvalir. Parket og spónaparket á gólfum.

Baðherbergið er gott með baðkari, sturtuklefa, góðri innréttingu og glugga, flísar eru á gólfi og veggjum. Bílskúrinn er með rafmagni, hita, vatni, hillum og innréttingu. Ásett verð á þessa eign er 22,8 millj. kr."