Vörðuberg 22 er raðhús, 168,6 ferm. að stærð en bílskúr er 25 ferm.. Ásett verð er 19,5 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Hraunhamri.
Vörðuberg 22 er raðhús, 168,6 ferm. að stærð en bílskúr er 25 ferm.. Ásett verð er 19,5 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Hraunhamri.
Hafnarfjörður - Fasteignasalan Hraunhamar er nú með í sölu raðhús að Vörðubergi 22, 220 Hafnarfirði. Þetta er steinsteypt hús, byggt árið 1994 og er það 168,6 fermetrar, en bílskúr er 25 fermetrar.

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Hraunhamar er nú með í sölu raðhús að Vörðubergi 22, 220 Hafnarfirði.

Þetta er steinsteypt hús, byggt árið 1994 og er það 168,6 fermetrar, en bílskúr er 25 fermetrar.

"Um er að ræða fullbúna og vandaða eign með afgirtum garði," sagði Helgi Jón Harðarson hjá Hraunhamri.

"Komið er inn í góða forstofu með flísum og þaðan er gengt í rúmgóða gestasnyrtingu sem á er gluggi. Innangengt er í bílskúr frá forstofu.

Úr holi er gengið inn í mjög fallegt eldhús með vönduðum innréttingum, þar eru flísar á milli skápa og nýtt keramikhelluborð. Góð borðstofa er við eldhúsið. Stofan er björt með útgangi út á verönd og í suðurgarð. Frá holi er gengt í ágætt þvottaherbergi með hillum.

Upp er gengið um parketlagðan stiga, þar er mjög fallegt og rúmgott baðherbergi með baðkari, sturtuklefa, hvítri innréttingu og flísum í hólf og gólf.

Tvö allstór barnaherbergi eru á efri hæðinni með skápum, sjónvarpsskáli og rúmgott alrými (er herbergi á teikningu). Útgangur er út á suðursvalir. Einnig er uppi stórt hjónaherbergi með skáp. Parket er á gólfum og hiti er í hellulögðu plani fyrir utan húsið. Ásett verð á þessari eign er 19,5 millj. kr."