Árið 1988 var tekin í notkun ný brú yfir Ölfusá hjá Óseyrarnesi. "Þetta er steypt brú, 360 metra löng með 6,5 metra breiðri akbraut," sagði Einar Hafliðason, forstöðumaður brúadeildar Vegagerðarinnar.

Árið 1988 var tekin í notkun ný brú yfir Ölfusá hjá Óseyrarnesi.

"Þetta er steypt brú, 360 metra löng með 6,5 metra breiðri akbraut," sagði Einar Hafliðason, forstöðumaður brúadeildar Vegagerðarinnar.

"Skeiðarárbrú er 880 metrar, Borgarfjarðarbrúin er 520 metrar, þá er brúin yfir Súlu 420 metrar og næst í röðinni er þessi brú yfir Ölfusárós, hún er fjórða lengsta brú á landinu. Hún var hönnuð hjá Vegagerðinni af Pétri Ingólfssyni og Kristjáni Baldurssyni. Brúin er eftirspennt steypt bitabrú, það er að burðarjárnin eru spennt eftir að steypan hefur náð að harðna. Spennitæknin er sú aðferð sem notuð er helst í dag við langar brýr. Hefur það í för með sér að brýrnar eru efnisminni og þar af leiðandi léttari.

Í brúnni eru núna nemar til þess að nema jarðskjálftasvörun og svörun brúarinnar við jarðskjálftum kemur fram á mælineti á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi."