Við sýningu myndarinnar bar Þorleifur heiðursmerki sem honum var veitt við hátíðlega athöfn á Norðureyri á Sæluhelgi Súgfirðinga 11. júlí 1998, þegar hann varð áttræður.
Við sýningu myndarinnar bar Þorleifur heiðursmerki sem honum var veitt við hátíðlega athöfn á Norðureyri á Sæluhelgi Súgfirðinga 11. júlí 1998, þegar hann varð áttræður.
HEIMILDAMYNDIN "Norðureyrarjarlinn" var sýnd á lokaðri forsýningu á Suðureyri á sunnudag en myndin fjallar um Þorleif Guðnason, öðru nafni Leifa Nogga, bónda frá Norðureyri við Súgandafjörð, sem nú er búsettur á Suðureyri.

HEIMILDAMYNDIN "Norðureyrarjarlinn" var sýnd á lokaðri forsýningu á Suðureyri á sunnudag en myndin fjallar um Þorleif Guðnason, öðru nafni Leifa Nogga, bónda frá Norðureyri við Súgandafjörð, sem nú er búsettur á Suðureyri.

Í frétt Bæjarins besta af sýningu myndarinnar kemur fram að Þorleifur stundaði aukabúgreinar eins og veiðar og verkun á hrognkelsum og hákarli. Í myndinni er stiklað á ævi hans auk þess sem farið er með Leifa og Örlygi Ásbjörnssyni, samstarfsmanni hans, til rauðmagaveiða, fylgst með þeim við verkun rauðmagans og rætt við þá félaga.

Framleiðandi er kvikmyndafélagið "Í einni sæng", sem m.a. hefur gert kvikmyndina "Í faðmi hafsins", en handritið skrifaði Sigurður Ólafsson yfirverkstjóri á Suðureyri. Kvikmyndatakan var í höndum Lýðs Árnasonar læknis á Flateyri en það er Carl Johan Carlsson á Flateyri sem leikur Leifa ungan í myndinni.