ALLS heimsóttu um 7.400 manns Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í desember sl. en gestir voru 4.700 í desember í fyrra. Aðsóknarmet hafa nú verið slegin tvö ár í röð í desembermánuði. Í lok ársins höfðu tæplega 210.
ALLS heimsóttu um 7.400 manns Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í desember sl. en gestir voru 4.700 í desember í fyrra. Aðsóknarmet hafa nú verið slegin tvö ár í röð í desembermánuði.
Í lok ársins höfðu tæplega 210.000 manns heimsótt garðinn en til samanburðar voru gestir um 190.000 í fyrra.
Árið 2002 er annað besta ár í sögu garðsins. Mest var aðsóknin árið 1993 en þá heimsóttu 220.000 manns Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.