8. janúar 2003 | Íþróttir | 116 orð

Flake fékk flest atkvæði

DARRELL Flake, leikmaður KR í körfuknattleik, fékk flest atkvæði netverja þegar þeir völdu byrjunarliðin í Stjörnuleik KKÍ sem fram fer um helgina. Flake fékk 466 atkvæði.
DARRELL Flake, leikmaður KR í körfuknattleik, fékk flest atkvæði netverja þegar þeir völdu byrjunarliðin í Stjörnuleik KKÍ sem fram fer um helgina. Flake fékk 466 atkvæði. Netverjar gátu valið byrjunarliðið á vef KKÍ og niðurstaðan er sú að byrjunarlið norðurliðsins verður þannig: Darrell Flake, KR (466), Magni Hafsteinsson, KR (270), Hlynur Bæringsson, Snæfelli (408), Eiríkur Önundarson, ÍR (382), og Clifton Cook, Tindastóli (191). Þjálfari er Ingi Þór Steinþórsson, KR. Suðurliðið er þannig: Damon Johnson, Keflavík (454), Stevie Johnson, Haukum (337), Friðrik Stefánsson, Njarðvík (380), Pálmi Sigurgeirsson, Breiðabliki (271), Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík (225). Þjálfari er Friðrik Ingi Rúnarsson, Grindavík. Þjálfarar liðanna velja sjö leikmenn til viðbótar í sín lið en leikurinn verður að Ásvöllum á laugardaginn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.