18. janúar 2003 | Íþróttir | 125 orð

Aron semur við Holstebro

ARON Kristjánsson, hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Tvis Holstebro, en hann var einnig í viðræðum við Team Helsinge. Gengur Aron til liðs við félagið í sumar, en þá rennur núverandi samningur hans við Hauka út.
ARON Kristjánsson, hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Tvis Holstebro, en hann var einnig í viðræðum við Team Helsinge. Gengur Aron til liðs við félagið í sumar, en þá rennur núverandi samningur hans við Hauka út. Aron þekkir vel til í dönskum handknattleik því á árunum 1998-2001 lék hann með úrvalsdeildarliðinu Skjern við góðan orðstír.

Team Tvis Holstebro er á Vestur-Jótlandi og er sem stendur í 10. sæti af 13 liðum í dönsku úrvalsdeildinni. Liðið er skipað ungum og efnilegum mönnum og hyggst styrkja sig með reyndari mönnum fyrir næstu leiktíð og er samningurinn við Aron ein staðfesting þess. Á heimasíðu félagsins segir að það hafi gert Alexanders Petersons, leikmanni Gróttu/KR, tilboð vegna næstu leiktíðar sem hann hafi ekki svarað ennþá.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.