15. febrúar 2003 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

Ásthildur jafnar leikjametið í Charleston

Ásthildur Helgadóttir leikur sinn 51. landsleik í Charleston.
Ásthildur Helgadóttir leikur sinn 51. landsleik í Charleston.
KVENNALANDSLIÐ Íslands í knattspyrnu kom til Charleston í Bandaríkjunum um fimmleytið í gærmorgun að íslenskum tíma - um tólf tímum eftir brottför frá Íslandi. Þar mætir það heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á sunnudagskvöldið en sá leikur hefst kl.
KVENNALANDSLIÐ Íslands í knattspyrnu kom til Charleston í Bandaríkjunum um fimmleytið í gærmorgun að íslenskum tíma - um tólf tímum eftir brottför frá Íslandi. Þar mætir það heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á sunnudagskvöldið en sá leikur hefst kl. 23 að íslenskum tíma.

Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Íslands, jafnar landsleikjamet Margrétar Ólafsdóttur í leiknum annað kvöld. Ásthildur leikur þar sinn 51. landsleik. Leikurinn er sá síðasti undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar en arftaki hans, Helena Ólafsdóttir, er með í för.

Það voru 11 leikmenn sem fóru frá Íslandi en hinir sex komu víðs vegar að úr Bandaríkjunum þar sem þeir leika með háskólaliðum. Stúlkurnar sex voru allar mættar á undan félögum sínum frá Íslandi, nema Elín Jóna Þorsteinsdóttir sem hitti þær á flugvellinum í Charleston.

Íslenska liðið æfði tvívegis í gær og fékk æfingu á keppnisvellinum í gærkvöld, á leiktíma. Síðan verður æft tvívegis í dag og einu sinni á morgun áður en haldið verður í leikinn.

Þetta er fimmta viðureign Íslands og Bandaríkjanna og á Ísland enn eftir að skora mark hjá bandaríska liðinu. Síðasti leikur, í Charlotte fyrir þremur árum, endaði óvænt með markalausu jafntefli, en þremur dögum áður vann bandaríska liðið stórsigur, 8:0. Fyrri tvær viðureignirnar voru leiknar vorið 1998, einnig vestanhafs.

Þá unnu Bandaríkin fyrst 6:0 í Indianapolis og síðan 1:0 í Betlehem.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.