15. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 139 orð

Banna gereyðingarvopn

Bagdad. AP.

SADDAM Hussein Íraksforseti gaf í gær út forsetatilskipun þar sem bannað er að framleiða efna-, sýkla- eða kjarnorkuvopn og einnig að flytja þau inn. Íraska þingið staðfesti þegar tilskipunina.
SADDAM Hussein Íraksforseti gaf í gær út forsetatilskipun þar sem bannað er að framleiða efna-, sýkla- eða kjarnorkuvopn og einnig að flytja þau inn. Íraska þingið staðfesti þegar tilskipunina.

Saddam leggur einnig bann við því að fluttur sé inn búnaður sem hægt sé að nota til framleiðslu gereyðingarvopna. "Öll ráðuneyti ættu að framfylgja þessari tilskipun og gera það sem nauðsynlegt er til að refsa þeim sem ekki hlíta henni," segir í tilskipuninni. Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi reynt að fá Íraka til að setja lög af þessu tagi.

Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, lét í ljós efasemdir um að lögin skiptu miklu máli. "Ef ætlunin er að fá fólk til að trúa því að Írak sé lýðræðisríki þar sem samþykkt séu marktæk lög er það 12 árum og 26.000 lítrum af miltisbrandi of seint," sagði Fleischer.

Bagdad. AP.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.