15. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Snæddi saltfiskpitsu hjá SÍF

Valgerður Sverrisdóttir skoðar saltfiskflök í verksmiðju SÍF ásamt (f.v.) Hjálmari W. Hannessyni sendiherra, Jóhanni Jónssyni, framkvæmdastjóra SIF Kanada, og Richard Hurlburt, þingmanni Nova Scotia.
Valgerður Sverrisdóttir skoðar saltfiskflök í verksmiðju SÍF ásamt (f.v.) Hjálmari W. Hannessyni sendiherra, Jóhanni Jónssyni, framkvæmdastjóra SIF Kanada, og Richard Hurlburt, þingmanni Nova Scotia.
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heimsótti í vikunni verksmiðju SÍF í bænum Tusket í Nova Scotia fylki í Kanada. Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri SIF í Kanada, sýndi ráðherranum verksmiðjuna og greindi frá starfseminni.
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heimsótti í vikunni verksmiðju SÍF í bænum Tusket í Nova Scotia fylki í Kanada. Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri SIF í Kanada, sýndi ráðherranum verksmiðjuna og greindi frá starfseminni. Í lok heimsóknarinnar gæddu ráðherrann og aðrir gestir sér á ljúffengri saltfiskpitsu, sem sérstaklega var búin til í tilefni heimsóknarinnar.

Í tilkynningu frá SÍF segir að saltfiskur sé ein fjölmargra afurða sem dótturfyrirtækin selji á markaði í Bandaríkjunum og Kanada. Vaxandi eftirspurn sé eftir saltfiski í Ameríku og fjölmargir veitingastaðir bjóði nú saltfisk á matseðlum sínum.

Valgerður sagði við Morgunblaðið að það hefði verið ánægjulegt og fróðlegt að skoða verksmiðju SÍF. Fyrirtækið væri greinilega að gera góða hluti þarna og hún sagði mikla ánægju vera meðal bæjaryfirvalda og íbúa í garð SÍF. Hún sagði saltfiskpitsuna hafa verið ljómandi góða á bragðið.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.