15. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 107 orð

Fundað um sameiginleg skipulagsmál sveitarfélaganna

Samstarfshópur verður stofnaður

STOFNAÐUR verður samstarfshópur til að fara yfir sameiginleg málefni Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar og skipulagsnefndar Garðabæjar á dögunum.
STOFNAÐUR verður samstarfshópur til að fara yfir sameiginleg málefni Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar og skipulagsnefndar Garðabæjar á dögunum. Var það í fyrsta skipti sem skipulagsyfirvöld sveitarfélaganna funda saman en þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í skipulagsmálum á ákveðnum svæðum.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Hafnarfjarðar. Á fundinum voru m.a. umræður um ofanbyggðarveg, innkeyrslu við Hrafnistu, fráveitumál og fram kom áhugi um að ljúka gerð hjóla- og göngustíga á milli bæjanna.

Samstarfshópurinn verður samkvæmt tillögunni skipaður tveimur fulltrúum frá skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar, tveimur fulltrúum frá skipulagsnefnd Garðabæjar auk embættismanna sem fari yfir sameiginleg málefni sveitarfélaganna.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.