15. febrúar 2003 | Forsíða | 79 orð

Engin vandkvæði á að flýta færslu Hringbrautar

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sér engin vandkvæði á því að hægt verði að nota milljarðinn sem höfuðborgarsvæðinu var úthlutað til að flýta flutningi Hringbrautar.
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sér engin vandkvæði á því að hægt verði að nota milljarðinn sem höfuðborgarsvæðinu var úthlutað til að flýta flutningi Hringbrautar.

"Ég tel að þessi leið, frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og vestur í bæ, sé brýnasta verkið innan marka höfuðborgarinnar fyrir utan þær framkvæmdir sem eru núna að fara af stað," sagði Halldór, sem síðustu daga hefur átt viðræður um þetta efni við Vegagerðina og Reykjavíkurborg.

Áætlað er að Hringbrautin færist suðurfyrir Umferðarmiðstöðina, þannig að hún liggi fjær Landspítala.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.