BORGARRÁÐ hefur hafnað beiðni eiganda veitingastaðarins L.A. Café um viðræður um kaup borgarinnar á rekstri og húsnæði staðarins. Borgarlögmaður segir borgina ekki bótaskylda vegna skipulagsaðgerða, sem leiddu til skertrar samkeppnisstöðu L.A.
BORGARRÁÐ hefur hafnað beiðni eiganda veitingastaðarins L.A. Café um viðræður um kaup borgarinnar á rekstri og húsnæði staðarins. Borgarlögmaður segir borgina ekki bótaskylda vegna skipulagsaðgerða, sem leiddu til skertrar samkeppnisstöðu L.A. Café að mati eiganda þess.

Eins og Morgunblaðið greindi frá telur eigandi staðarins að með því að heimila rýmri veitingatíma áfengis um helgar í hluta miðborgarinnar hafi borgaryfirvöld skert samkeppnisstöðu þeirra veitingastaða sem eru utan við það svæði sem heimildin nær til, þar á meðal L.A. Café. Umsókn staðarins um rýmri veitingatíma hafi verið hafnað og óskaði eigandinn því eftir viðræðum um kaup borgarinnar á staðnum og húsnæðinu sem hann er rekinn í.

Í umsögn borgarlögmanns um málið er vísað til dóms Hæstaréttar frá nóvember 2000 vegna málefna veitingastaðarins. Er það mat borgarinnar að Hæstiréttur hafi fallist á að fyrrnefndar aðgerðir borgarinnar byggist á málefnalegum sjónarmiðum og séu lögmætar.

Borgin sé ekki bótaskyld vegna aðgerðanna og er ósk um viðræður um kaup á staðnum því hafnað.