Jón Hjaltalín Magnússon veitir móttöku heiðursskjali úr hendi Li Manmiao, rektors Southern Institute of Metallurgy í Ganzou, Kína.
Jón Hjaltalín Magnússon veitir móttöku heiðursskjali úr hendi Li Manmiao, rektors Southern Institute of Metallurgy í Ganzou, Kína.
JÓN Hjaltalín Magnússon er heiðursprófessor við háskólann Southern Institute of Metallurgy (SIM) í borginni Ganzhou í Jinangxi-héraði í Kína.
JÓN Hjaltalín Magnússon er heiðursprófessor við háskólann Southern Institute of Metallurgy (SIM) í borginni Ganzhou í Jinangxi-héraði í Kína. Er það einn virtasti háskóli Kínverja á sviði málmtækni og verkfræði með yfir tuttugu þúsund nemendur og fimmtán hundruð prófessora og kennara.

Jinagxi-héraðið er þekkt fyrir margs konar málmtegundir í jörðu. Fulltrúar SIM komu hingað til lands í september í fyrra og ræddu þá samstarf við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri um að skiptast bæði á nemendum og kennurum auk sameiginlegra rannsóknarverkefna. Að tillögu ALTECH og beiðni Háskólans á Akureyri vinnur SIM núna að tillögum um að setja á laggirnar háskóladeild á sviði málmtækni á Akureyri. Þá hafa SIM og ALTECH ákveðið samstarf á sviði tveggja rannsóknarverkefna á sviði áltækni.

Í Kína eru 120 álver og er ALTECH að byrja markaðssetningu þar í landi í samvinnu við viðskiptafulltrúa sendiráðsins í Peking.