Ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri. Kirkjubæjarstofa stendur í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landsvirkjun og Rarik fyrir ráðstefnu um rannsóknir á náttúru og auðlindum í Skaftárhreppi helgina 8. og 9. mars n.k. M.a.
Ráðstefna á Kirkjubæjarklaustri. Kirkjubæjarstofa stendur í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landsvirkjun og Rarik fyrir ráðstefnu um rannsóknir á náttúru og auðlindum í Skaftárhreppi helgina 8. og 9. mars n.k. M.a. verður fjallað um rannsóknir síðustu ára og hvernig hægt er að vinna að því að þær verði atvinnu og mannlífi í héraðinu til styrktar. Einnig verður fjallað um ferðaþjónustu í náttúru Skaftárhrepps og vannýtta möguleika. Markmiðið er að kynna fjölbreytta og sérstæða náttúrufar héraðsins.

Möguleikar Netsins í markaðssetningu, sölu og þjónustu. Á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands 4. mars mun Kristján Jóhannsson framkvæmdastjóri hjá Nýherja, m.a. fjalla um nýjar áherslur í rafrænum viðskiptum og hvaða breytingar hafa átt sér stað á þessu sviði frá því fyrstu vefverslanirnar litu dagsins ljós. Skráning og frekari upplýsingar er að finna á vefnum www.endurmenntun.is.