ÞEIR sem kaupa pítsur í matinn annað veifið hafa væntanlega tileinkað sér orðfærið sem tilheyrir þeim viðskiptum í æ ríkara mæli. Dæmi eru "megavika" og "dúndurdagar" en þegar þeir standa yfir kosta stórar pítsur af matseðli 1.
ÞEIR sem kaupa pítsur í matinn annað veifið hafa væntanlega tileinkað sér orðfærið sem tilheyrir þeim viðskiptum í æ ríkara mæli. Dæmi eru "megavika" og "dúndurdagar" en þegar þeir standa yfir kosta stórar pítsur af matseðli 1.000 og 1.100 krónur.

Eitt fyrirtæki auglýsir 50% afslátt af pítsum til 1. apríl, en tilboðin sem hér er fjallað um eiga það sammerkt að eiga við pítsur sem neytendur sækja sjálfir.

Morgunblaðið ræddi við framkvæmdastjóra fimm pítsustaða, tveir þeirra eru taldir þeir stærstu á markaðinum, hinir þrír koma í kjölfarið. Einn viðmælenda vildi ekki koma fram undir nafni.

Framkvæmdastjórarnir eru sammála um að samkeppni hafi harðnað mikið milli pítsustaða að undanförnu. Ein ástæðan er sögð hækkandi heimsendingarkostnaður. "Það er ekkert vit í að senda heim pítsu sem kostar 1.500 krónur ef 600-900 krónur fara í kostnað," segir framkvæmdastjóri Pizza Hut. Framkvæmdastjóri Dominos fagnar því að loksins sé orðið "fjörugt" á pítsumarkaði eftir ládeyðu undanfarinna ára. Framkvæmdastjóri Pizzahallarinnar segir hörku í samkeppni hafa bitnað mest á minni pítsustöðum og framkvæmdastjóri Hróa Hattar segir hægt að lækka verð tímabundið með því að semja sérstaklega við birgja.