STEFNT er að því, að allir íbúar Evrópusambandsríkjanna verði komnir með sérstakt heilsukort í hendurnar um mitt næst ár en það veitir þeim rétt á læknisþjónustu hvar sem er innan sambandsins.
STEFNT er að því, að allir íbúar Evrópusambandsríkjanna verði komnir með sérstakt heilsukort í hendurnar um mitt næst ár en það veitir þeim rétt á læknisþjónustu hvar sem er innan sambandsins.

Með heilsukortinu á að útrýma alls konar skriffinnsku, sem nú fylgir því að leita sér lækninga í öðru ESB-ríki en sínu eigin. Hafa þeir fengið að finna fyrir því, sem búa eða starfa utan heimalandsins, og mörg dæmi eru um, að dregist hafi að veita fólki bráðaþjónustu vegna mikillar pappírsvinnu.

Nýju heilsukortin eiga að breyta þessu og tryggja, að fólk fái þá þjónustu, sem það hefði ella fengið í sínu landi. Er þetta liður í margvíslegri samræmingarstarfsemi innan ESB.

Brussel. AP.