* GUÐNI Bergsson verður í byrjunarliði Bolton sem tekur á móti Manchester United á Rebock- vellinum glæsilega í Bolton í dag. United á harma að hefna því Bolton hafði betur á Old Trafford í haust, 1:0.
* GUÐNI Bergsson verður í byrjunarliði Bolton sem tekur á móti Manchester United á Rebock- vellinum glæsilega í Bolton í dag. United á harma að hefna því Bolton hafði betur á Old Trafford í haust, 1:0. Leikurinn hefst klukkan 12 og er í beinni útsendingu á Sýn .

* JÓHANNES Karl Guðjónsson verður á miðjunni í liði Aston Villa sem sækir Charlton heim á The Valley . Charlton hefur aldrei tekist að leggja Villa að velli á heimavelli sínum.

* EIÐUR Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea sem fær Blackburn í heimsókn á Stamford Bridge . Eiður og Jimmy Floyd Hasselbaink verða líklega í fremstu víglínu en Gianfranco Zola , sem er búinn að ná sér eftir meiðsli, verður tilbúinn til að leysa þá af hólmi og leika sinn 300. leik fyrir félagið.

* HEIÐAR Helguson , sem í vikunni skrifaði undir nýjan samning við Watford , verður í byrjunarliði sinna manna sem sækja Walsall heim.

* BRYNJAR Björn Gunnarsson er einn þriggja leikmanna Stoke sem taka út leikbann í þegar liðið mætir Nottingham Forest á útivelli. Hinir tveir eru framherjinn Chris Iwelumo og varnarmaðurinn Sergi Shtaniuk . Bjarni Guðjónsson og Pétur Marteinsson verða væntanlega á bekknum.

* HERMANN Hreiðarsson tekur út annan leik sinn af fjórum í banni þegar Ipswich tekur á móti Grimsby .

* ÍVAR Ingimarsson leikur sinn fyrsta heimaleik með Brighton þegar liðið fær Millwall í heimsókn. Brighton hefur gengið vel að undanförnu og hefur unnið þrjá síðustu leiki sína.

* DAVID Seaman getur ekki staðið á milli stanganna í marki Arsenal gegn Manchester City í dag. Seaman meiddist á mjöðm í leiknum við Ajax í Meistaradeildinni í vikunni og hefur ekki jafnað sig. Kollegi Seamans , Daninn Peter Schmeichel í liði City , getur heldur ekki leikið vegna meiðsla í kálfa.

* MIKAEL Silvestre leikur ekki með Manchester United á móti Bolton þar sem hann hefur ekki náð sér af meiðslum sem hann hlaut í leiknum við Juventus á miðvikudaginn.

* MARCEL Desailly , fyrirliði Chelsea , verður fjarri góðu gamni í leiknum við Blackburn í dag vegna ökklameiðsla og Emmanuel Petit getur heldur ekki leikið þar sem hann tekur út leikbann.

* HANDHAFAR dómaraskírteina geta nálgast miða á úrslitaleik HK og Aftureldingar í dag á milli kl. 13 og 14 í íþróttahúsinu Digranesi og Kjarnanum Mosfellsbæ .