BEYONCÉ Knowles, söngkona úr Destiny's Child og leikkona í Goldmember, er að leita að brúðarkjól. Um leið og spurðist út að söngkonan hefði átt fundi með eftirsóttum hönnuðum fóru af stað sögusagnir um að hún væri á leið upp að altarinu.
BEYONCÉ Knowles, söngkona úr Destiny's Child og leikkona í Goldmember, er að leita að brúðarkjól.

Um leið og spurðist út að söngkonan hefði átt fundi með eftirsóttum hönnuðum fóru af stað sögusagnir um að hún væri á leið upp að altarinu. Knowles er trúlofuð rapparanum Jay Z en hún skartaði forláta trúlofunardemantshring á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Parið felldi hug hvort til annars er þau sungu saman dúettinn "'03 Bonnie & Clyde" fyrir Blueprint 2 plötu Jay Z. Vinir hennar segja hann hinn fullkomna eiginmann fyrir hana og að hann sé alls ekki þessi dæmigerði rappruddi. "Hann kemur fram við hana eins og prinsessu."