ARI Freyr Skúlason, 15 ára gamall knattspyrnumaður úr Val, er búinn að fá grænt ljós frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, um að honum sé heimilt að ganga til liðs við hollenska úrvalsdeildarliðið Heerenveen.
ARI Freyr Skúlason, 15 ára gamall knattspyrnumaður úr Val, er búinn að fá grænt ljós frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, um að honum sé heimilt að ganga til liðs við hollenska úrvalsdeildarliðið Heerenveen. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrr í vikunni heimilaði FIFA ekki félagaskiptin að svo stöddu vegna nýrra reglna um verndum yngri leikmanna en í gær voru félagaskiptin staðfest og þar með er Ari orðinn löglegur með hollenska liðinu.

"FIFA skrifaði hollenska knattspyrnusambandinu bréf sem við fengum afrit af þar sem vísað er til að reglur FIFA staðfesta það að leikmenn geti ekki skipt yngri en 18 ára milli landa nema innan Evrópska efnahagssvæðsins. Þar geti menn skipt ef lágmarksvinnualdur sé lægri. Í kjölfarið fengum við staðfestingu frá hollenska sambandinu á því að hjá Hollendingum sé sá aldur 15 ára og þar með höfum við gefið út félagaskiptin," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Morgunblaðið.