STJÓRN körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir á heimasíðu félagsins að tekin verði ákvörðun á næstu dögum hvað varðar tilboð gríska liðsins Panellinios í Damon Johnson sem er samningsbundinn Keflavík.
STJÓRN körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir á heimasíðu félagsins að tekin verði ákvörðun á næstu dögum hvað varðar tilboð gríska liðsins Panellinios í Damon Johnson sem er samningsbundinn Keflavík. Félagið hefur boðið ákveðna upphæð til þess að fá Johnson leystan undan samingi sínum við Keflavík og þar með gæti hann leikið á Grikklandi út leiktíðina. Panellinios er í næst efstu deild á Grikklandi og hefur unnið fimm leiki og tapað fimm það sem af er deildarkeppninni og er sem stendur í sjötta sæti af alls fjórtán liðum.