TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, viðurkenndi í gær að ekki væru öruggar sannanir fyrir því að stjórnvöld í Írak tengdust hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda en bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa fullyrt að slík tengsl væru fyrir hendi.
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, viðurkenndi í gær að ekki væru öruggar sannanir fyrir því að stjórnvöld í Írak tengdust hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda en bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hafa fullyrt að slík tengsl væru fyrir hendi. Blair sagði hins vegar að ekki væri hægt að hætta á að al-Qaeda kæmist yfir gereyðingarvopnin sem Saddam Hussein, forseti Íraks, hefði undir höndum.

Blair átti fund með Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, í Róm í gær en Íraksmálin voru þar til umræðu. Má á myndinni sjá hvar tvímenningarnir ræða saman. Í dag mun Blair hitta Jóhannes Pál páfa að máli.