HELMINGI starfsliðs Sameinuðu þjóðanna í Írak, sem unnið hefur að mannúðarmálum þar í landi, hefur verið gert að yfirgefa landið á undanförnum tveimur vikum.
HELMINGI starfsliðs Sameinuðu þjóðanna í Írak, sem unnið hefur að mannúðarmálum þar í landi, hefur verið gert að yfirgefa landið á undanförnum tveimur vikum. Eru þessir brottflutningar ákveðnir til að búa í haginn ef til frekari brottflutninga kemur vegna yfirvofandi hernaðarátaka í Írak, að sögn ónafngreinds heimildarmanns hjá SÞ.

Um níu hundruð manns af ýmsu þjóðerni hafa starfað á vegum SÞ í Írak. Um 450 manns eru hins vegar farin þaðan, að beiðni höfuðstöðva SÞ í New York. Sumir voru einfaldlega sendir í leyfi en öðrum hefur verið gert að sækja ýmis námskeið er tengjast vinnu þeirra.

"Það yrði býsna erfitt að þurfa að flytja 1.000 manns skyndilega á brott frá Írak," sagði heimildarmaðurinn. "Að flytja 400 manns á brott er mun einfaldara."

Bagdad. AP.