EIGANDI NBA-liðsins Seattle Supersonics, Howard Schultz, losaði sig í gær við hinn 34 ára gamla leikstjórnanda Gary Payton rétt áður en lokað var á leikmannaskipti í NBA-deildinni í gær.
EIGANDI NBA-liðsins Seattle Supersonics, Howard Schultz, losaði sig í gær við hinn 34 ára gamla leikstjórnanda Gary Payton rétt áður en lokað var á leikmannaskipti í NBA-deildinni í gær. Payton sem hefur leikið frá árinu 1990 með Seattle fer til Milwaukee Bucks í skiptum fyrir Ray Allen. Að auki fær Milwaukee framherjann Desmond Mason og þeir Kevin Ollie og Ron Murray fara með Allen til Seattle.

Payton hefur verið ósáttur við forráðamenn félagsins að undanförnu en Seattle hefur ekki náð að fylgja eftir ágætum árangri sem náðist undir stjórn George Karl sem nú þjálfar Milwaukee Bucks. Payton hefur leikið 999 leiki í NBA-deildinni og leikur tímamótaleikinn gegn sínu gamla liði í Seattle.