SLIPPSTÖÐIN á Akureyri átti lægstu tilboðin í slippstöku, botnhreinsun, málun og fleiri viðverðir á tveimur varðskipum Landhelgisgæslunnar, þeim Tý og Ægi, en tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í vikunni.
SLIPPSTÖÐIN á Akureyri átti lægstu tilboðin í slippstöku, botnhreinsun, málun og fleiri viðverðir á tveimur varðskipum Landhelgisgæslunnar, þeim Tý og Ægi, en tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í vikunni. Báðum tilboðum Slippstöðvarinnar hefur verið tekið en vinna á verkin í júlí og ágúst í sumar.

Þrjú fyrirtæki buðu í bæði verkin, Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði, Slippstöðin á Akureyri og Stálsmiðjan í Reykjavík. Tilboð Slippstöðvarinnar vegna vinnu við Ægi hljóðaði upp á tæpar 4 milljónir króna en tæpar 4,2 milljónir króna vegna vinnu við Tý. Stálsmiðjan var með hæstu tilboðin í báðum tilfellum.