Það er því líkast  að Kortsnoj sé að biðja um andagift að ofan í skákinni gegn Pólverjanum Macieja í gær. Hún kom ekki og hann mátti sætta sig við tap.
Það er því líkast að Kortsnoj sé að biðja um andagift að ofan í skákinni gegn Pólverjanum Macieja í gær. Hún kom ekki og hann mátti sætta sig við tap.
ADAMS, Sokolov, Shirov og Macieja eru efstir og jafnir með þrjá vinninga á stórmóti Hróksins en Hannes Hlífar og Kortsnoj eru í 5.-6. sæti með tvo vinninga.
ADAMS, Sokolov, Shirov og Macieja eru efstir og jafnir með þrjá vinninga á stórmóti Hróksins en Hannes Hlífar og Kortsnoj eru í 5.-6. sæti með tvo vinninga.

Í fjórðu umferðinni, sem tefld var í gærkvöld, lagði Macieja Kortsnoj, Adams sigraði Stefán Kristjánsson, Shirov vann Helga Ás, Sokolov vann McShane en Hannes Hlífar og Bacrot skildu jafnir.

Í dag teflir Hannes Hlífar við McShane en Helgi Áss og Stefán eiga erfiðar skákir við þá Sokolov og Shirov. Kortsnoj teflir við Adams og Bacros mætir Macieja.