Heilbrigð sál.
Heilbrigð sál.
ER About Schmidt þroskasaga? Áhorfendur verða að vega og meta hvort Schmidt þroskast eitthvað í myndinni.
ER About Schmidt þroskasaga? Áhorfendur verða að vega og meta hvort Schmidt þroskast eitthvað í myndinni. Um hitt er ekki hægt að deila að Jack Nicholson vinnur enn einn leiksigurinn sem bældur og herptur einstaklingur - nánast jafnar met Anthony Hopkins úr Dreggjum dagsins! Öfugt við aðalpersónuna úr As Good as It Gets er Schmidt enginn sérvitringur og hann er ekki þroskaheftur heldur, nema kannski helst á tilfinningasviðinu. Ekki er hann einn um það. About Schmidt er engin Hringadróttinssaga en góð mynd og leikurinn góður.

Ármann Jakobsson

Múrinn

www.murinn.is

Opinberun Keanus

Nafn hans, Keanu, merkir 'Svalur fjalla-andvari' á hawaísku, og gælunafn hans gæti því sem best verið Svali. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast kappanum ættu að reyna að fara til Toronto í Kanada en hann ólst þar upp og býr þar enn. Meðal þess sem hann hefur kosið að tjá sig um á opinberum vettvangi eru eiturlyf sem honum finnst rokka feitt, sjálfsíkviknun, sem honum finnst afar merkilegt fyrirbæri, og gáfur sínar en hann hefur orðað það sem svo: "Til er gáfað fólk og heimskt fólk. Svo vill til að ég er einn af þeim heimsku."

Katrín Jakobsdóttir

Múrinn

www.murinn.is

Hanks og Caprio

Eftir því sem Tom Hanks eldist passar hann æ betur við leikstíl sinn. Bíórýnir hreifst aldrei af honum sem ærslagamanleikara og var ekkert júblandi yfir frammistöðunni í Philadelphia eða Forrest Gump. Sem miðaldra leikari er Hanks hins vegar áhrifamikill. Það er Di Caprio líka og barnslegt yfirbragð hans gerir honum kleift að vera sannfærandi unglingur (nema kannski í upphafsatriðinu sem er talsvert síður unnið en afgangurinn af myndinni - en ekki labba út strax!). Hlutverkið veitir enga sérstaka möguleika en hann leysir það vel af hendi.

Ármann Jakobsson

Múrinn

www.murinn.is