AÐ minnsta kosti níutíu og fimm manns fórust í eldsvoða í næturklúbbi í bænum West Warwick í Rhode Island-ríki í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Næstum 190 til viðbótar hlutu brunasár eða reykeitrun.
AÐ minnsta kosti níutíu og fimm manns fórust í eldsvoða í næturklúbbi í bænum West Warwick í Rhode Island-ríki í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Næstum 190 til viðbótar hlutu brunasár eða reykeitrun. "Við teljum að búið sé að finna öll lík," sagði Donald Carcieri, ríkisstjóri í Rhode Island, eftir að björgunarmenn höfðu lokið leit í rústum byggingarinnar. Carcieri sagði hins vegar að meiðsl a.m.k. 25 manna, sem nú eru á sjúkrahúsi, væru lífshættuleg.

Á myndinni sést hvar björgunarmenn bera eitt fórnarlamba eldsvoðans úr rústum næturklúbbsins í gær.