Halldór Ásgrímsson sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að nota ætti aukið svigrúm, sem ríkissjóður fær á næstu árum vegna stóriðju- og virkjunarframkvæmda, til að lækka tekjuskatt úr 38,55% í 35,20%.
Halldór Ásgrímsson sagði á flokksþingi Framsóknarflokksins að nota ætti aukið svigrúm, sem ríkissjóður fær á næstu árum vegna stóriðju- og virkjunarframkvæmda, til að lækka tekjuskatt úr 38,55% í 35,20%.

"Ég tel rétt að Framsóknarflokkurinn stuðli að því að almenningur njóti góðs af þessu aukna svigrúmi með því að setja skattalækkanir í forgang á næsta kjörtímabili," sagði Halldór.