22. febrúar 2003 | Íþróttir | 184 orð

Pálmi Rafn til liðs við KA

ÚRVALSDEILDARLIÐ KA í knattspyrnu fékk góðan liðsstyrk í gær en þá skrifaði unglingalandsliðsmaðurinn Pálmi Rafn Pálmason undir þriggja ára samning við Akureyrarliðið. Pálmi er 18 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Völsungs undanfarin ár.
ÚRVALSDEILDARLIÐ KA í knattspyrnu fékk góðan liðsstyrk í gær en þá skrifaði unglingalandsliðsmaðurinn Pálmi Rafn Pálmason undir þriggja ára samning við Akureyrarliðið. Pálmi er 18 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Völsungs undanfarin ár. Hann var fyrirliði liðsins í fyrra, aðeins 17 ára gamall, og skoraði 6 mörk fyrir Húsavíkurliðið í 2. deildinni á síðustu leiktíð. Pálmi hefur átt fast sæti í U-19 ára landsliðinu og lék alla sex leiki liðsins í fyrra og þá hefur hann verið undir smásjá erlendra félaga en honum var boðið til æfinga hjá Arsenal í haust og á dögunum var við æfingar hjá Groningen í Hollandi. KA-menn mæta til leiks í sumar með nokkuð breytt lið en auk Pálma hefur liðið fengið Örlyg Helgason frá Þór og Þorvald S. Guðbjörnsson, Þorleif Árnason, Jón Örvar Eiríksson og Hjörvar Maronsson sem allir léku með Leiftri/Dalvík í fyrra.

KA-menn hafa hins vegar misst Þórð Þórðarson í ÍA og Kristján Örn Sigurðsson í KR.

Hlynur Jóhannsson, Ásgeir Ásgeirsson, Róbert Skarphéðinsson og Júlíus Tryggvason eru hættir og þá er óvíst hvað Hreinn Hringsson ætlar að gera en hann hefur ekkert æft á undirbúningstímabilinu.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.