22. febrúar 2003 | Neytendur | 104 orð | 1 mynd

Fiskverð nánast óbreytt milli ára

MEÐALVERÐ á fiski er nánast óbreytt milli ára samkvæmt verðkönnun Samkeppnisstofnunar. Kannaði stofnunin verð á fiski í 19 fiskbúðum og 13 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar.
MEÐALVERÐ á fiski er nánast óbreytt milli ára samkvæmt verðkönnun Samkeppnisstofnunar. Kannaði stofnunin verð á fiski í

19 fiskbúðum og 13 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. Hefur Samkeppnisstofnun gert sambærilegar kannanir árlega um nokkurt skeið.

70% verðhækkun á ýsu

"Niðurstöður könnunarinnar sýna að fiskverð hefur staðið í stað á síðasta ári eftir miklar verðhækkanir á árunum 1998-2002. Á þessu tímabili hækkaði meðalverð á ýsuflökum til að mynda um 70% á meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 21,4%," segir í niðurstöðum verðkönnunarinnar.

Fiskverð í einstökum verslunum ásamt lægsta og hæsta verði og meðalverði á flestum þeim tegundum sem könnunin náði til er birt á heimasíðu Samkeppnisstofnunar.

Sjá: www.samkeppni.is.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.